Makedóníumenn yfirgefa leiðtogafund NATO

Fulltrúar Makedóníu gengu út af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins NATO í Búkarest í dag eftir að Grikkir beittu neitunarvaldi gegn því að landinu yrði boðin aðild að bandalaginu. „Við eru hér til að tilkynna að við ætlum að yfirgefa fundinn," sagði Antonio Milososki, utanríkisráðherra Makedóníu, á blaðamannafundi sem hann boðaði til í dag. „Við teljum rétt að vera með þjóð okkar á slíkum degi." 

Staðfest var á fundinum í dag að Makedóníu, Georgíu og Úkraínu verði ekki boðin aðild að bandalaginu að sinni. Þó segir í yfirlýsingu fundarins að stefnt sé að því að  málið verði tekið til endurskoðunar í desember.

Embættismenn frá Makedóníu sögðu fyrr í morgun að það væri mikið áfall að landinu verði ekki boðin aðild og að það geti jafnvel ógnað stöðugleika á Balkanskaga. Ástæða þess að Makedóníu er ekki boðin aðild að bandalaginu er deila Makedóníumanna og Grikkja um nafn landsins en samkvæmt reglum NATO verður að vera full samstaða meðal aðildarríkjanna um aðild nýrra ríkja. 

Þjóðverjar og Frakkar leggjast hins vegar  gegn aðild Georgíu og Úkraínu þar sem þeir vilja ekki styggja Rússa. George W Bush Bandaríkjaforseti hafði hins vegar hvatt til þess að þeim yrði veitt aðild að bandalaginu.

Samþykkt var að veita Albaníu og Króatíu aðild að NATÓ á fundinum. 

Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel, …
Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á leiðtogafundi NATO í Bucharest í gær. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka