Makedóníumenn yfirgefa leiðtogafund NATO

00:00
00:00

Fu­llt­rúar Maked­óníu gengu út af leiðtogafundi At­lantsha­fsb­and­alags­ins NATO í Búkar­est í dag eftir að Grikkir beittu nei­tunar­va­ldi gegn því að land­inu yrði boðin aðild að band­alag­inu. „Við eru hér til að tilk­y­nna að við æt­lum að yf­i­r­gefa fundinn," sagði Ant­onio Milos­oski, utanríkis­ráðherra Maked­óníu, á blaðamannafundi sem hann boðaði til í dag. „Við teljum rétt að vera með þjóð okkar á slí­kum degi." 

Staðfest var á fundinum í dag að Maked­óníu, Geor­gíu og Úkraínu verði ekki boðin aðild að band­alag­inu að sinni. Þó seg­ir í yf­ir­lýs­ingu fundarins að stefnt sé að því að  málið verði tekið til end­u­rskoðunar í des­em­ber.

Em­bætt­is­m­enn frá Maked­óníu sögðu fyrr í mor­g­un að það væri mikið áfall að land­inu verði ekki boðin aðild og að það geti jafnvel ógnað stöðugl­eika á Balk­ans­kaga. Ástæða þess að Maked­óníu er ekki boðin aðild að band­alag­inu er deila Maked­óníum­anna og Grikkja um nafn lands­ins en sa­mkvæÂ­mt reglum NATO verður að vera full samstaða meðal aðildarríkj­anna um aðild nýrra ríkja. 

Þjóðverjar og Frakkar leggj­ast hins vegar  gegn aðild Geor­gíu og Úkraínu þar sem þeir vilja ekki sty­ggja Rússa. Geor­ge W Bush Bandaríkj­af­ors­eti hafði hins vegar hva­tt til þess að þeim yrði veitt aðild að band­alag­inu.

Samþykkt var að veita Albaníu og Kr­óat­íu aðild að NATÓ á fundinum. 

Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel, …
Bernard Kou­chner, utanríkis­ráðherra Frak­klands, Ni­colas Sark­ozy Frak­klandsf­ors­eti og Ang­ela Merkel, kans­lari Þýska­lands, á leiðtogafundi NATO í Bucha­rest í gær. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert