Mugabe viðurkennir ósigur

Robert Mugabe.
Robert Mugabe. Reuters

Robert Mugabe, leiðtogi Zanu PF flokksins og forseti Zimbabwe síðan 1980, hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum þar í landi fyrir fjölskyldu sinni og ráðgjöfum, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

Mugabe hefur ekki meirihluta á þingi í fyrsta sinn í 28 ár og lýðræðishreyfing Morgan Tsvangirai segir að Mugabe hafi tapað í forsetakosningunum sl. laugardag og ætti að viðurkenna ósigur.

Suður-Afríska dagblaðið Business Day greinir frá því að Mugabe hafi viðurkennt ósigur í kyrrþey og væri að gera upp hug sinn hvort hann ætti að taka þátt í annarri kosningu komi í ljós að Tsvangirai hafi ekki hlotið hreinan meirihluta.Y firkjörstjórn á enn eftir að greina formlega frá niðurstöðum kosninganna.

„Mugabe hefur viðurkennt ósigur fyrir ráðgjöfum sínum, hernum og lögreglunni. Hann hefur einnig sagt fjölskyldu sinni og persónulegum ráðgjöfum að hann hafi tapað kosningunum,“ greinir Business Day frá.

Margir aðilar í ríkisstjórn Mugabe vilja sjá hann berjast fram allt til enda en ráðgjafar hans og fjölskylda vilja að hann dragi sig í land.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert