Þerna stal verðmætum fyrir 150 milljónir króna

Lögreglan í Indónesíu leitar að þernu sem grunuð er að hafa stolið peningum, gimsteinum og fornúrum frá vinnuveitanda að verðmæti um 150 milljónum króna, greindu yfirvöld í Indónesíu frá í dag.

Sri Mulyati vann sem þerna í húsi vinnuveitenda í tvo daga áður en hún þurfti skyndilega að fara. Fáeinum klukkustundum síðar uppgötvuðu vinnuveitendur hennar að peningar og önnur verðmæti væru horfin.

Lögreglan er að rannsaka hvort Mulyati hafi verið ein að verki eða hvort hún hafi haft vitorðsmann. „Okkur þykir það einkennilegt að hún var einungis búin að vinna þarna í tvo daga en samt vissi hún hvar öll verðmætin voru geymd,“ sagði yfirmaður lögreglunnar Suharyono.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert