Ýjar að stuðningi við Obama

Jimmy Carter.
Jimmy Carter. Reuters

Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ýjaði að því á fréttamannfundi í dag að hann styddi Barack Obama í baráttunni um útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins. Carter er í hópi fastra fulltrúa á flokksþinginu sem velja mun á milli Obamas og Hillary Clintons.

Carter vildi ekki greina skýlaust frá því hvoru hann hygðist greiða atkvæði, en sagði að börn sín og makar þeirra, auk barnabarna sinna, væru fylgjandi Obama.

„Sem fastafulltrúi vil ég ekki greina frá því hvern ég styð, en læt ykkur eftir að giska á það,“ sagði Carter.

Talsmaður Clintons kvaðst ekki telja afstöðu Carters hafa mikil áhrif, þótt eflaust hafi margir áhuga á að heyra skoðun hans.

Fastafulltrúar á flokksþinginu hafa þar atkvæðisrétt, en ekki er kosið um þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka