Sakaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk

Kona heldur á barni með ennisband sem á stendur
Kona heldur á barni með ennisband sem á stendur "Shariat" eða "Píslarvætti". AP

Átta menn eru nú fyr­ir rétti í Bretlandi sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að sprengja flug­vél­ar í loft upp á flug­leiðinni á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. fram kom við rétt­ar­höld­in í dag að sex af mönn­un­um hafi gert svo­kölluð píslar­vætt­is­mynd­bönd þar sem þeir lýstu ástæðum þess að þeir hafi valið að fremja sjálfs­morðsárás. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.  

Í mynd­bönd­un­um seg­ir m.a. að menn­irn­ir hafi viljað hefna alls þess rang­læt­is sem Banda­ríkja­menn og sam­herj­ar þeirra, Bret­ar og gyðing­ar, hafi framið og að  þeir hafi viljað láta “sjálfs­vígs­árás­um rigna yfir hina van­trúuðu.” 

Þá seg­ir í einu mynd­band­inu að al­menn­ing­ur í Bretlandi eigi refs­ingu skilið fyr­ir að fjár­magna breska her­inn.”

„Flest ykk­ar eru of upp­tek­in af því að horfa á Home and Away og Ea­st­End­ers. Við að kvarta und­an heims­meist­ara­keppn­inni í fót­bolta og áfeng­is­drykkju til að láta ykk­ur mál­in varða. Ég veit það af því ég kem ein­mitt þaðan,” seg­ir hann. 

Í öðru mynd­bandi seg­ist maður vilja óska þess að hann gæti snúið til baka frá dauðum, komið aft­ur og aft­ur til að fremja sjálfs­vígs­árás­ir þar til fólk geri sér grein fyr­ir því að best sé að angra ekki mús­líma.

Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir í ág­úst árið 2006 og í kjöl­far hand­töku þeirra voru regl­ur um hand­far­ang­ur flug­f­arþegar hert­ar. Eru þeir sagðir hafa ætlað að nota sprengi­efni í fljót­andi formi við til­ræðin.  Einnig kom fram við rétt­ar­höld­in að menn­irn­ir hafi skoðað önn­ur hugs­an­leg skot­mörk en farþega­flug­vél­ar,  svo sem raf­veit­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka