Sakaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk

Kona heldur á barni með ennisband sem á stendur
Kona heldur á barni með ennisband sem á stendur "Shariat" eða "Píslarvætti". AP

Átta menn eru nú fyrir rétti í Bretlandi sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að sprengja flugvélar í loft upp á flugleiðinni á milli Evrópu og Bandaríkjanna. fram kom við réttarhöldin í dag að sex af mönnunum hafi gert svokölluð píslarvættismyndbönd þar sem þeir lýstu ástæðum þess að þeir hafi valið að fremja sjálfsmorðsárás. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.  

Í myndböndunum segir m.a. að mennirnir hafi viljað hefna alls þess ranglætis sem Bandaríkjamenn og samherjar þeirra, Bretar og gyðingar, hafi framið og að  þeir hafi viljað láta “sjálfsvígsárásum rigna yfir hina vantrúuðu.” 

Þá segir í einu myndbandinu að almenningur í Bretlandi eigi refsingu skilið fyrir að fjármagna breska herinn.”

„Flest ykkar eru of upptekin af því að horfa á Home and Away og EastEnders. Við að kvarta undan heimsmeistarakeppninni í fótbolta og áfengisdrykkju til að láta ykkur málin varða. Ég veit það af því ég kem einmitt þaðan,” segir hann. 

Í öðru myndbandi segist maður vilja óska þess að hann gæti snúið til baka frá dauðum, komið aftur og aftur til að fremja sjálfsvígsárásir þar til fólk geri sér grein fyrir því að best sé að angra ekki múslíma.

Mennirnir voru handteknir í ágúst árið 2006 og í kjölfar handtöku þeirra voru reglur um handfarangur flugfarþegar hertar. Eru þeir sagðir hafa ætlað að nota sprengiefni í fljótandi formi við tilræðin.  Einnig kom fram við réttarhöldin að mennirnir hafi skoðað önnur hugsanleg skotmörk en farþegaflugvélar,  svo sem rafveitur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert