Frakkar setja skilyrði vegna Ólympíuleikanna

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. Reuters

Mann­rétt­indaráðherra Frakk­lands, Rama Yade, seg­ir að Kín­verj­ar verði að upp­fylla þrjú skil­yrði til að Nicolas Sar­kozy Frakk­lands­for­seti mæti á setn­ing­ar­at­höfn Ólymp­íu­leik­anna í Pek­ing.

Kín­versk stjórn­völd yrðu að leita eft­ir viðræðum við Dalai Lama og láta lausa póli­tíska fanga, og aðgerðum gegn Tíbet­um yrði að linna og rann­sókn að fara fram á átök­um sem brot­ist hefðu út und­an­farið.

Yade seg­ir í viðtali við Le Monde í dag að Sar­kozy muni er þar að kem­ur ákveða í sam­ráði við önn­ur ESB-ríki hvort hann mæti til setn­ing­ar­at­hafn­ar leik­anna, en Frakk­ar verða þá í for­sæti ESB.

Þrennt yrðu Kín­verj­ar þó skil­yrðis­laust að gera ef þeir vilji að Sar­kozy mæti til setn­ing­ar­at­hafn­ar­inn­ar:

„Láta af of­beldisaðgerðum gegn íbú­un­um [í Tibet] og láta póli­tíska fanga lausa; rann­saka at­b­urðina í Tíbet und­an­farið og hefja viðræður við Dalai Lama.“

Sar­kozy sagði í síðasta mánuði að hann væri and­víg­ur því að Frakk­ar sniðgengju leik­ana al­veg, en sagði að til greina kæmi að hann mætti ekki á setn­ing­ar­at­höfn­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert