Meirihluti Dana vill taka upp evru í stað dönsku krónunnar, ef marka má nýja skoðanakönnun, sem Gallup hefur gert fyrir Berlingske Tidende. Talsmaður stjórnarflokksins Venstre segir við blaðið, að gert sé ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á kjörtímabilinu.
Samkvæmt könnuninni vildu 49% aðspurðra að Danir gengju í Efnahags- og myntbandalag Evrópu og tækju upp evru en 42% voru því andvíg. 9% sögðust ekki hafa skoðun á málinu.