Meirihluti Dana vill evru

Meiri­hluti Dana vill taka upp evru í stað dönsku krón­unn­ar, ef marka má nýja skoðana­könn­un, sem Gallup hef­ur gert fyr­ir Berl­ingske Tidende. Talsmaður stjórn­ar­flokks­ins Ven­stre seg­ir við blaðið, að gert sé ráð fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu um málið á kjör­tíma­bil­inu.

Sam­kvæmt könn­un­inni vildu 49% aðspurðra að Dan­ir gengju í Efna­hags- og mynt­banda­lag Evr­ópu og tækju upp evru en 42% voru því and­víg. 9% sögðust ekki hafa skoðun á mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert