Segir Mugabe undirbúa „stríð gegn þjóðinni“

Morgan Tsvangirai.
Morgan Tsvangirai. Reuters

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, Morgan Tsvangirai, sakaði í dag forseta landsins um að undirbúa „stríð gegn þjóðinni,“ og líklegast væri að forsetinn gripi til ofbeldis ef fram færi önnur umferð forsetakosninga. Kvaðst Tsvangirai af þeim sökum ekki áfjáður í að taka þátt í annarri kosningaumferð.

Tsvangirai ítrekaði ennfremur á fréttamannafundi í dag, að ekki þyrfti að kjósa á ný, þar sem hann hefði unnið afgerandi sigur í fyrstu umferð kosninganna.

„Í annarri umferð verður ofbeldi beitt sem vopni. Það er því ósanngjarn og óréttmætt af Mugabe forseta að boða til annarrar umferðar,“ sagði Tsvangirai.

Talsmenn flokks Tsvangirais sögðu í dag að þeir myndu á morgun reyna á ný að leita til dómstóla til að fá kjörstjórn knúna til að birta úrslitin úr forsetakosningunum. Vopnaðir lögreglumenn komu í veg fyrir í dag að lögmenn kæmust á fund dómara.

Tsvangirai sagði að Mugabe væri nú að kalla til vopnaða lögreglumenn og fyrrverandi hermenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert