Eldflaugaárásir á Græna svæðið

Nokkrum eldflaugum hefur verið skotið inn á Græna svæðið svokallaða í Bagdad í dag en þar hafa stjórnvöld aðsetur og erlendir erindrekar í Írak. Að minnsta kosti þrír bandarískir hermenn féllu og á fjórða tug særðist. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. En undanfarið hafa uppreisnarmenn úr hópi sjíta ítrekað gert árásir á hersveitir Bandaríkjanna og Íraks á Græna svæðinu.

Bandaríkjaher og uppreisnarmenn úr hópi sjíta hafa barist í allan dag í Bagdad og hafa að minnsta kosti tuttugu fallið í bardögunum auk þeirra sem hafa látist í eldflaugaárásunum á Græna svæðið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert