Eldurinn komst alla leið

Ólympíueldurinn hefur nú verið borinn um London og kom hlaupakonan Kelly Holmes með hann síðasta spölinn inn á O2 leikvanginn austur af borginni síðdegis. Lögregla telur að um eitt þúsund manns hafi staðið að mótmælum á leiðinni sem eldurinn var boinn, og 35 voru handteknir.

Nokkrir mótmælendur gerðu tilraunir til að hrifsa kyndilinn af íþróttafólkinu og öðrum sem báru hann, eða jafnvel slökkva eldinn, en lögreglu tókst að hafa hemil á aðgerðarsinnunum, sem vildu mótmæla aðgerðum kínverskra stjórnvalda gegn Tíbetum undanfarið.

Ólympíuleikarnir verða haldnir í Peking í sumar.

Talsmaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í borginni gagnrýndi í dag harkalega mótmælaaðgerðirnar í London og sagði þær ekki samrýmast Ólympíuandanum.

Lögreglumaður í London tekst á við mótmælanda í dag.
Lögreglumaður í London tekst á við mótmælanda í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert