Eldurinn komst alla leið

00:00
00:00

Ólymp­íu­eld­ur­inn hef­ur nú verið bor­inn um London og kom hlaupa­kon­an Kelly Hol­mes með hann síðasta spöl­inn inn á O2 leik­vang­inn aust­ur af borg­inni síðdeg­is. Lög­regla tel­ur að um eitt þúsund manns hafi staðið að mót­mæl­um á leiðinni sem eld­ur­inn var bo­inn, og 35 voru hand­tekn­ir.

Nokkr­ir mót­mæl­end­ur gerðu til­raun­ir til að hrifsa kyndil­inn af íþrótta­fólk­inu og öðrum sem báru hann, eða jafn­vel slökkva eld­inn, en lög­reglu tókst að hafa hem­il á aðgerðar­sinn­un­um, sem vildu mót­mæla aðgerðum kín­verskra stjórn­valda gegn Tíbet­um und­an­farið.

Ólymp­íu­leik­arn­ir verða haldn­ir í Pek­ing í sum­ar.

Talsmaður skipu­lags­nefnd­ar Ólymp­íu­leik­anna í borg­inni gagn­rýndi í dag harka­lega mót­mælaaðgerðirn­ar í London og sagði þær ekki sam­rýmast Ólymp­íu­and­an­um.

Lögreglumaður í London tekst á við mótmælanda í dag.
Lög­reglumaður í London tekst á við mót­mæl­anda í dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert