Skemmdarvargar hafa svívirt 148 grafir múslíma í stærsta grafreit úr fyrri heimsstyrjöldinni í Frakklandi. Var svínshaus hengdur á einn legstein og niðrandi ummæli um dómsmálaráðherra Frakklands, sem er múslími, krotuð á aðra.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur fordæmt verknaðinn og sagt hann verstu tegund af kynþáttahatri.
Um 78.000 franskir nýlenduþegnar, þ.á m. margir múslímar frá Norður-Afríku, féllu í stríðinu.