Ólympíueldurinn í Lundúnum

00:00
00:00

Farið verður með ólymp­íu­eld­inn um höfuðborg Bret­lands, Lund­ún­ir, í dag og er talið lík­legt að fjöldi fólks muni taka þar þátt í mót­mæl­um gegn kín­versk­um stjórn­völd­um vegna ástands­ins í Tíbet og annarra mann­rétt­inda brota kín­verska stjórn­valda. Eld­ur­inn kom til Lund­úna í gær frá Pét­urs­borg í Rússlandi og var mik­il ör­ygg­is­gæsla viðhöfð þegar hann var flutt­ur á óþekkt­an stað og geymd­ur í nótt. Þar gæta um tvö þúsund lög­regluþjón­ar hans.

Mót­töku­nefnd beið á Heathrow flug­velli þegar eld­ur­inn kom til lands­ins, þar á meðal sendi­herra Kína í Lund­ún­um og ráðherra íþrótta­mála í Bretlandi.

Á morg­un verður farið með ólymp­íu­eld­inn um Par­ís og til San Francisco tveim­ur dög­um síðar. Hafa mót­mæli verið skipu­lögð í báðum borg­un­um.  

Víða um heim hafa stjórn­mála­leiðtog­ar verið beðnir um að sniðganga Ólymp­íu­leik­ana vegna þeirra mann­rétt­inda­brota sem hafa viðgeng­ist í Tíbet um langt skeið. Und­an­farið hafa víða brot­ist út átök milli Tíbeta og kín­verskra stjórn­valda.

Kín­verj­um var af­hent­ur ólymp­íu­eld­ur­inn í Aþenu í lok mars. Ferðast verður með eld­inn um tutt­ugu lönd áður Ólymp­íu­leik­arn­ir verða sett­ir í Pek­ing hinn 8. ág­úst næst­kom­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert