Sjóræningjarnir stefna í suður

Frönsk snekkja með 30 manna áhöfn, sem sjóræningjar tóku á sitt vald úti fyrir norðurströnd Sómalíu á föstudaginn, stefnir nú suður á bóginn í átt að sjóræningjalægi á Indlandshafi við austurströnd landsins, að því er haft er eftir embættismanni þar. Ekkert hefur spurst til áhafnarinnar.

Engir farþegar voru um borð í snekkjunni.

„Við höfum fengið upplýsingar um að sjóræningjarnir séu nú á leið suður á bóginn ... Þetta eru vel vopnaðir sjóræningjar frá Puntland,“ sagði embættismaðurinn, Abdullahi Said Aw-Yusuf. Puntland er fylki í Sómalíu og lýstu ráðamenn í fylkinu yfir sjálfstæði fyrir um tíu árum.

Frönskum stjórnvöldum hafa ekki borist neinar lausnargjaldskröfur frá sjóræningjunum. Sérsveitir eru í viðbragðsstöðu.

Snekkjan, Le Ponant, var á leið af Indlandshafi til Miðjarðarhafs um Súez-skurðinn þegar sjóræningjarnir tóku hana á Adenflóa, við mynni Rauðahafs.

Sjórán eru algeng úti fyrir Sómalíu, og hefur Alþjóðlega sjóferðaskrifstofan ráðið sjómönnum frá því að koma nær ströndinni en 200 sjómílur.

Engin ríkisstjórn hefur verið í Sómalíu síðan 1991, þegar einræðisherranum Mohamed Siad Barre var steypt af stóli.

Vopnaðir menn um borð í snekkjunni á föstudaginn.
Vopnaðir menn um borð í snekkjunni á föstudaginn. Reuters
Snekkjan á siglingu í gær. Myndirnar eru teknar úr þyrlu …
Snekkjan á siglingu í gær. Myndirnar eru teknar úr þyrlu af kanadísku herskipi. Reuters
Myndir frá franska varnarmálaráðuneytinu, teknar á föstudaginn og birtar í …
Myndir frá franska varnarmálaráðuneytinu, teknar á föstudaginn og birtar í gær, sýna vopnaða menn um borð í snekkjunni. AP
AP
Nokkrir sjóræningjar á efsta þilfari snekkjunnar.
Nokkrir sjóræningjar á efsta þilfari snekkjunnar. Reuters
AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert