Bilun í vél Gores

Al Gore.
Al Gore. Reuters

Flugvél færeyska flugfélagsins Atlantic Airways að hætta við flugtak í Kaupmannahöfn í gær vegna þess að viðvörunarljós gaf til kynna vélarbilun. Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, var á meðal farþega en Gore mun halda fyrirlestur á ráðstefnu í Færeyjum í dag.

85 farþegar voru í vélinni og voru þeir fluttir í aðra flugvél, sem lenti í Færeyjum í gærkvöldi. Færeyska útvarpið segir að Gore hafi gist á Hótel Færeyjum í nótt. Hann hafi laumað sér inn um bakdyr hótelsins eftir miðnættið og því hafi fjölmiðlar ekki náð af honum mynd. 

Ráðstefnan er haldin í norræna húsinu í Þórshöfn og  fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á hafið. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, er meðal þátttakenda sem og fleiri Íslendingar. Gore er síðan væntanlegur hingað til lands og flytur fyrirlestur í Reykjavík á morgun.

Vefsíða ráðstefnunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert