Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, hvatti í dag George W. Bush, Bandaríkjaforseta, til að sniðganga opnunarhátíð ólympíuleikanna nema umtalsverðar breytingar verði gerðar á sviði mannréttinda í Kína.
Sagði Clinton, að forsetinn eigi að bregðast við átökunum í Tíbet og því að kínversk stjórnvöld vilji ekki beita áhrifum sínum til að fá stjórnvöld í Súdan til að hætta ofbeldisverkum í Darfur,
„Eins og staðan er og í ljósi nýliðinna atburða, tel ég að Bush forseti ætti ekki að áforma að taka þátt í opnunarhátíð ólympíuleikanna nema veruleg stefnubreyting verði hjá ríkisstjórn Kína," sagði Clinton.