Um þrjú þúsund lögreglumenn munu samkvæmt óstaðfestum fregnum gæta Ólympíueldsins er hlaupið verður með hann um 28 km leið um götur Parísar í dag. Áttatíu hlauparar mun skiptast á að bera kyndilinn en til að gæta öryggis þeirra verða meðal annars 200 lögreglumenn á línuskautum.
Samkvæmt fréttavef BBC handtók breska lögreglan 37 mótmælendur er kyndillinn fór um götur Lundúna í gær og á tímabili var farið með kyndilinn inn í strætisvagn til að halda honum frá mótmælendum.
Kyndillinn mun fara um 20 lönd áður en farið verður með hann á opnunarhátíð leikanna í Peking þann 8. ágúst næst komandi.