Ólympíueldsins gætt í París

Mótmæli gegn mannréttindabrotum Kína vegna komu Ólympíueldsins til Parísar í …
Mótmæli gegn mannréttindabrotum Kína vegna komu Ólympíueldsins til Parísar í dag. Reuters

Um þrjú þúsund lög­reglu­menn munu sam­kvæmt óstaðfest­um fregn­um gæta Ólymp­íu­elds­ins er hlaupið verður með hann um 28 km leið um göt­ur Par­ís­ar í dag. Átta­tíu hlaup­ar­ar mun skipt­ast á að bera kyndil­inn en til að gæta ör­ygg­is þeirra verða meðal ann­ars 200 lög­reglu­menn á línu­skaut­um.

Sam­kvæmt frétta­vef BBC hand­tók breska lög­regl­an 37 mót­mæl­end­ur er kynd­ill­inn fór um göt­ur Lund­úna í gær og á tíma­bili var farið með kyndil­inn inn í stræt­is­vagn til að halda hon­um frá mót­mæl­end­um.

Kynd­ill­inn mun fara um 20 lönd áður en farið verður með hann á opn­un­ar­hátíð leik­anna í Pek­ing þann 8. ág­úst næst kom­andi.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert