Sjítaklerk skipað að leggja niður vopn

Sjítar mótmæltu aðgerðum forseta landsins gegn Mehdi-herdeildum þeirra.
Sjítar mótmæltu aðgerðum forseta landsins gegn Mehdi-herdeildum þeirra. Reuters

Forseti Íraks, Nuri al-Maliki sagði í dag að hreyfing róttæka sjítaklerksins Moqtqda al-Sadr verði meinað að taka þátt í stjórnmálastarfsemi ef Mehdi-herdeildir hans verði ekki lagðar niður.


Þetta kom fram í tilkynningu sem al-Maliki lét frá sér fara í viðtali við CNN sjónvarpsfréttastöðina. „Tekin hefur verið sú ákvörðun... að þeir hafi ekki lengur rétt til að taka þátt í stjórnmálaferlinu eða taka þátt í væntanlegum kosningum nema að Mehdi-herinn verði lagður niður," sagði al-Maliki.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert