Ólympíukyndillinn kominn til San Francisco

Mótmælendur hengdu svartan fána upp á Eiffel turninn í gær, …
Mótmælendur hengdu svartan fána upp á Eiffel turninn í gær, þar sem ólympíuhringjum hafði verið breytt í handjárn. AP

Ólympíukyndillinn er kominn til San Francisco á Vesturströnd Bandaríkjanna og er það eina borg Norður-Ameríku þar sem ólympíueldurinn mun hafa viðkomu. Mikill öryggisviðbúnaður er í borginni eftir mikil mótmæli í París í gær er hlaupið var með kyndilinn um borgina.

Eru mótmælendur byrjaðir að koma sér fyrir við Golden Gate brúna þar sem þeir ætla að mótmæli framferði kínverska stjórnvalda í Tíbet. 

Að sögn Jacques Rogge, formanns alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, mun nefndin íhuga að hætta að láta hlaupa með ólympíukyndilinn annars staðar en í heimalandi Ólympíuleikanna í hvert sinn. Að sögn Rogge harmar hann það ofbeldi sem fylgdi mótmælunum í Lundúnum á sunnudag og í París í gær.

Ólympíueldurinn kom við á Flugstöð Leifs Eiríkssonar á leið sinni vestur um haf í nótt. Fregnir af áætlaðri komu hans hingað höfðu farið mjög hljótt því mótmæli gegn mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet hafa valdið miklum töfum á ferð kyndilsins um London og París.

Eldurinn var kveiktur í Ólympíu á Grikklandi þann 24 mars og mun hann ferðast um 20 lönd áður en farið verður með hann á opnunarhátíðina í Peking þann 8. ágúst næst komandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert