Lögreglan í Zimbabve hefur handtekið að minnsta kosti fimm embættismenn kjörstjórnar landsins og er þeim gefið að sök að hafa vantalið atkvæði forsetans Roberts Mugabe. Samkvæmt fréttavef BBC eiga mennirnir að hafa stungið 5000 atkvæðum Mugabes undan.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna Ban Ki-moon hefur hvatt til þess að niðurstöður kosninganna verði birtar hið fyrsta.