Bandaríska flugfélagið Skybus var lýst gjaldþrota um helgina, en starfsemi þess var hætt í síðustu viku. Er þetta þriðja flugfélagið sem verður gjaldþrota í Bandaríkjunum á tæpum þrem vikum. Hin félögin voru Aloha Airlines og ATA.
Skybus var lággjaldafélag, m.a. þekkt fyrir að bjóða tíu dollara fargjöld.
Flugmálasérfræðingar telja að fleiri félög kunni að fylgja í kjölfarið, en spá þó engu af stóru félögunum falli.