Bannað að heita Anne og Ida í Suður-Slesvík

Yfirvöld í Husum í Suður-Slesvík í Þýskalandi hafa bannað notkun dönsku stúlknanafnanna Anne og Ida sem einu eignarnöfn stúlkna. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Gera bæjaryfirvöld þær kröfur til foreldra sem vilja nefna dætur sínar nöfnum sem notuð eru sem karlamannsnöfn í öðrum löndum að þeir gefi þeim einnig önnur nöfn til að kyngreina þær. Segja yfirvöld eðlilegt að fornöfn fólks segi til um það, hvar í heiminum sem það er statt, af hvaða kyni það sé. Husum er skammt sunnan landamæra Danmerkur og Þýskalands en samkvæmt því sem fram kemur í Jyllands-Posten eru ekki dæmi þess að bæjaryfirvöld annars staðar í Þýskalandi hafi sett slíkar kröfur. Alþekkt er að ákveðin nöfn séu notuð ýmist sem karlmanns eða kvenmannsnöfn á mismunandi stöðum í heiminum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert