Leið Ólympíueldsins um San Francisco stytt um helming

Lögreglan í San Francisco hefur tilkynnt að leiðin sem hlaupin verður með Ólympíueldinn um borgina í dag hafi verið stytt um helming. Ekki var gefin útskýring á þessari ráðstöfun, en borgaryfirvöld höfðu tilkynnt að leiðin, alls um tíu km, yrði stytt á síðustu stundu af öryggisástæðum.

Mörg þúsund manns bíða þess að fylgjast með hlaupinu, sem er nú um það bil að hefjast á hafnaboltaleikvangi borgarinnar. Þegar hefur komið til harðra skoðanaskipta milli fylgjenda þess að Kínverjar haldi leikanna og andstæðinga kínverskra stjórnvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka