Hundruð mótmælenda söfnuðust saman í San Francisco mótmæltu fyrir utan kínversku ræðismannsskrifstofuna í gær. Þeir báru fána Tíbets og mótmæltu mannréttindastefnu Kína. Bandarísk yfirvöld segja að öryggisgæsla verði mikil er kyndilberar hlaupa um borgina í dag.
Á fréttavef BBC segir að Peking hafi fordæmt þær truflanir sem urðu á kyndilhlaupinu í Paris og London en lofa að hlaupið muni halda áfram óhindrað.
„Ég óttast ekki þá áskorun sem fylgir þessum viðburði," sagði Gavin Newsom borgarstjóri San Francisco við blaðamenn.