Mynduðu hrottafengna árás og settu inn á netið

Átta ung­ling­ar í Flórída í Banda­ríkj­un­um voru hand­tekn­ir fyr­ir hrotta­fengna lík­ams­árás í heima­húsi sem átti sér stað 30. mars sl. Bar­smíðarn­ar voru tekn­ar upp á mynd­band sem var svo sett á ver­ald­ar­vef­inn. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Fox News.

Fórn­ar­lambið var 16 ára stúlka, Victoria Lindsay, og hlaut hún al­var­lega áverka í kjöl­far bar­smíðanna. Árás­ar­menn­irn­ir voru 8 tals­ins, 6 stúlk­ur og 2 strák­ar á aldr­in­um 14 til 18 ára. Talið er að stúlk­an hafi verið feng­in í heima­húsið til þess eins að hægt væri að mynda bar­smíðarn­ar. Mynd­bandið var sett inn á My Space síður, YouTu­be og víðar.

Að sögn for­eldra stúlk­unn­ar var hún nær óþekkj­an­leg þegar þau sáu hana á sjúkra­hús­inu. Faðir henn­ar, Pat­rick Lindsay,  seg­ist vera mjög ósátt­ur við netið. „Þess­ar vefsíður eru að búa til vett­vang fyr­ir glæpa­menn að mynda bar­smíðar og slags­mál. Ef þeir búa til hrotta­fengn­asta mynd­bandið eru þeir ein­hvers kon­ar hetj­ur í aug­um margra,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka