Týndu farangri manns sem lést

British Airways týndi farangri manns sem fékk hjartaáfall um borð …
British Airways týndi farangri manns sem fékk hjartaáfall um borð og lést. Reuters

Flugfélagið British Airways hefur týnt handfarangri farþega sem lést um borð í vél á leið frá Hong Kong til Manchester í síðustu viku. Í farangrinum voru farsími og heimilisfangabók mannsins og nú á fjölskyldan í erfiðleikum með að hafa samband við alla vini og samstarfsmenn vegna útfararinnar.

Samkvæmt Lundúnablaðinu The Guardian fékk Joel Richman, 74 ára mannfræðiprófessor hjartaáfall um borð í vélinni eftir þriggja mánaða fyrirlestraferð til Hong Kong.

Sonur hins látna sagði í samtali við blaðið að British Airways viti ekki hvar farangur mannsins, ein farangurstaska og handtaska, er niðurkominn og að fjölskyldan þurfi að senda inn skriflega beiðni til að hægt verði að rekja hinar týndu töskur.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka