19.000 mótmæltu í París

Frá mótmælum í París í dag.
Frá mótmælum í París í dag. Reuters

Frönsk lögregla segir að yfir 19.000 franskir menntaskólanemendur hafi mótmælt fyrirhuguðum niðurskurði stjórnvalda í menntakerfinu, á götum Parísar í dag.

Skipuleggjendur mótmælanna segja að um 30.000-40.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum.  Þetta voru fimmtu mótmælaaðgerðirnar á tveim vikum og jafnframt þær stærstu.  Mótmælin beinast gegn áformum ríkistjórnarinnar um að skera niður í menntakerfinu í september, en fyrirhugað er að 11.200 manns missi þá störf sín, þar af 8.830 kennarar.

Mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram en lögregla beitti táragasi í upphafi göngunnar gegn hópi mótmælenda sem köstuðu steinum að lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert