246 milljóna króna hnífur

Gulli skreyttur hnífur, seldist á uppboði í London fyrir 3,4 milljónir dollara eða andvirði 246 milljónir króna í dag.  Hnífurinn var eitt sinn í eigu indverska keisarans Shah Jahan, sem er frægur fyrir að hafa látið byggja Taj Mahal höllina á Indlandi.  Nafn keisarans, fæðingardagur og tákn sem gefur til kynna að Shah Jahan hafi verið afkomandi guðs, eru rist í hnífinn, sem er frá 16.öld.

Fyrrum eigandi hnífsins var safnari sem keypti hann fyrir um 70.000 krónur á sjöunda áratugnum.  Söluverðið á uppboðinu í dag var þrisvar sinnum hærra en búist var við, en kaupandi hnífsins vildi ekki láta nafns síns geta.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert