Aukin hryðjuverkahætta

Danska leyniþjónustan segir að hryðjuverkahætta hafi aukist í Danmörku eftir …
Danska leyniþjónustan segir að hryðjuverkahætta hafi aukist í Danmörku eftir að teiknimyndir af Múhameð spámanni voru endurbirtar. Reuters

Danska leyniþjónustan, PET, segir að hryðjuverkahætta í Danmörku hafi aukist, eftir að danskar skopmyndir af Múhameð spámanni voru endurbirtar í dönskum dagblöðum.   Í yfirlýsingu frá PET segir að „vísbendingar séu til staðar um að Danmörk sé undir smásjá öfgahópa sem vilji beina hryðjuverkum gegn Danmörku, og dönskum ríkisborgurum."

Samkvæmt nýju öryggismati PET eru hagsmunir Dana í löndum þar sem hryðjuverkahópar eru með starfsemi, í meiri hættu nú en áður.  Í matinu eru nefnd lönd eins og Norður-Afríka, Mið-Austurlönd, Pakistan og Afganistan. 

PET varar við því að hryðjuverkaárásir gætu átt sér stað án fyrirvara og því þurfi að efla öryggi, sérstaklega við landamæri landsins.

Að minnsta kosti 17 dönsk dagblöð endurbirtu umdeildar skopmyndir af Múhameð spámanni í febrúar en danskur skopmyndateiknari teiknaði myndirnar.  Birtingu myndanna var víða mótmælt í Mið-Austurlöndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert