Hvetja stjórnvöld ríkja ESB til að sniðganga setningarathöfnina

RUPAK DE CHOWDHURI

Evrópuþingið hvetur ríkisstjórnir landa Evrópusambandsins til þess að sniðganga setningarathöfn Ólympíuleikanna í Peking í ágúst ef kínversk stjórnvöld hefja ekki viðræður við leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama að nýju. Var þetta samþykkt á Evrópuþinginu í dag.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að þar sem kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar, í embætti forseta Íslands, lýkur þann 1. ágúst þá sé ekki hægt að taka bindandi afstöðu til þátttöku forsetans í setningu Ólympíuleikanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, ætlar að taka þátt í opnunarhátíðinni í Peking.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert