Kosningar hafnar í Nepal

Fólk beið í röðum við kjörstaði í Katmandú.
Fólk beið í röðum við kjörstaði í Katmandú. Reuters

Mikilvægar kosningar eru hafnar í Nepal. Kosið er um setu á þjóðþingi sem mun endurskoða stjórnarskrá landsins og leggja niður 240 ára konungsveldi. Kosningabaráttan hefur verið ofbeldisfull og hafa átta manns látið lífið í átökunum.

Kosningaeftirlitsmenn frá ESB og framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna hafa lýst yfir áhyggjum sínum. þetta eru fyrstu kosningarnar í landinu síðan 1999 og koma í kjölfar vopnahlés milli ríkisstjórnar landsins og uppreisnarsinnaðra Maóista.

Samkvæmt fréttavef BBC eru 17,6 milljónir manna á kjörskrá.

Gyanendra konungur tók sér öll völd 2005 en neyddist ári síðar til að afsala sér völdum eftir margra vikna mótmæli. Hann hefur nú misst öll völd og stjórn sinni yfir hernum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert