Ólympíukyndillinn kominn til Buenos Aires

00:00
00:00

Ólymp­íukynd­ill­inn kom í kvöld til Bu­enos Aires, höfuðborg­ar Arg­entínu.  Mikl­ar ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir voru gerðar í kring­um komu kyndils­ins, en yf­ir­völd þar í landi von­ast til þess að mót­mæli verði ekki með sama móti og í London, Par­ís og San Francisco, þar sem ferðalag kyndils­ins varð fyr­ir ýms­um töf­um og hremm­ing­um.  

Yf­ir­völd­um hef­ur verið til­kynnt um ein skipu­lögð mót­mæli til stuðnings mál­efna Tíbeta, en til stend­ur að hlaupið verði með kyndil­inn 13 kíló­metra um Bu­enos Aires á morg­un.   Engu að síður segj­ast borg­ar­yf­ir­völd und­ir­bú­in og staðráðin í því að gæta kyndils­ins.  1200 lög­reglu­menn og 1500 strand­gæsluliðar munu vera á vett­vangi á meðan á hlaup­inu stend­ur.

Frá miðborg Buenos Aires. „Frelsum Tíbet
Frá miðborg Bu­enos Aires. „Frels­um Tíbet" hef­ur verið ritað á borða mót­mæl­enda. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert