Ólympíukyndillinn kominn til Buenos Aires

Ólympíukyndillinn kom í kvöld til Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu.  Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar í kringum komu kyndilsins, en yfirvöld þar í landi vonast til þess að mótmæli verði ekki með sama móti og í London, París og San Francisco, þar sem ferðalag kyndilsins varð fyrir ýmsum töfum og hremmingum.  

Yfirvöldum hefur verið tilkynnt um ein skipulögð mótmæli til stuðnings málefna Tíbeta, en til stendur að hlaupið verði með kyndilinn 13 kílómetra um Buenos Aires á morgun.   Engu að síður segjast borgaryfirvöld undirbúin og staðráðin í því að gæta kyndilsins.  1200 lögreglumenn og 1500 strandgæsluliðar munu vera á vettvangi á meðan á hlaupinu stendur.

Frá miðborg Buenos Aires. „Frelsum Tíbet
Frá miðborg Buenos Aires. „Frelsum Tíbet" hefur verið ritað á borða mótmælenda. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert