Smábarn, sem fauk út á lestarteina í Sviss í veg fyrir aðvífandi lest, lifði af og fékk raunar aðeins kúlu á höfuðið, að sögn lögreglu í bænum Möhlin, skammt frá þýsku landamærunum.
Barnið, sem er hálfs árs gamalt, sat í vagni við á lestarstöð þegar öflug vindhviða feykti vagninum út af brautarpallinum og á teinana í þann mund sem lest var að koma inn á stöðina.
Að sögn talsmanns lögreglunnar fór lestin yfir barnið en það lenti á milli teinanna og sakaði ekki. Lestarstjórinn nauðhemlaði þegar hann sá barnavagninn renna fram af pallinum.
Björgunarmenn heyrðu barnið gráta og fundu það heilt á húfi undir lestinni. Lítið var hins vegar eftir af vagninum.
Bæði barnið og móðir þess voru flutt á sjúkrahús en móðirin fékk taugaáfall.