Veðurofsi vestanhafs

Mikið hvassviðri geisar nú í þremur ríkjum Bandaríkjanna, Arkansas, Texas og Oklahoma. Mikið úrhelli fylgir rokinu og hefur rafmagn víða farið af. Er búist við því að veðrið eigi eftir versna til muna í Arkansas þegar líður á daginn en þar hefur rignt gríðarlega undanfarnar þrjár vikur og tíu hvirfilbylir riðu yfir ríkið í síðustu viku.

Flóðaviðvarnir eru á flestum stöðum í Arkansas  og samkvæmt veðurspám má búast við frekari hvirfilbyljum þar síðar í dag. Helstu þjóðvegir ríkisins eru á floti og er fólk beðið um að halda sig heima.


Frá bænum Norman í Oklahoma ríki
Frá bænum Norman í Oklahoma ríki AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert