Vopnað rán framið í Svíþjóð

Þrír vopnaðir ræningjar réðust inn í banka í Gnesta skammt sunnan við Stokkhólm og sprengdu sér leið inn í bankahvelfinguna í morgun. Lögreglan segir þá hafa verið vopnaða skotvopnum.

Ránið var framið klukkan hálf tíu að staðartíma í morgun í útibúi Swedbank í Västra Storgatan í Gnesta. Fyrstu fregnir herma að þeir hafi ekið rauðum bíl inn í bankann og brotið sér þannig leið inn en það hefur ekki fengist staðfest.

Starfsmenn bankans munu hafa læst sig inni í rými í bankanum og engan þeirra sakaði. Vitni sem Svenska Dagbladet ræddi við segist hafa séð ræningja fyrir utan bankann með vélbyssu.

Þó að bankinn hafi ekki verið verið opinn voru eigi að síður tveir viðskiptavinir staddir inni í honum þegar ránið var framið.

Sænska lögreglan hefur lýst eftir rauðum Volvo 850 sem grunur leikur á að ræningjarnir noti á flóttanum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert