Vopnað rán framið í Svíþjóð

Þrír vopnaðir ræn­ingj­ar réðust inn í banka í Gnesta skammt sunn­an við Stokk­hólm og sprengdu sér leið inn í banka­hvelf­ing­una í morg­un. Lög­regl­an seg­ir þá hafa verið vopnaða skot­vopn­um.

Ránið var framið klukk­an hálf tíu að staðar­tíma í morg­un í úti­búi Swed­bank í Västra Stor­gat­an í Gnesta. Fyrstu fregn­ir herma að þeir hafi ekið rauðum bíl inn í bank­ann og brotið sér þannig leið inn en það hef­ur ekki feng­ist staðfest.

Starfs­menn bank­ans munu hafa læst sig inni í rými í bank­an­um og eng­an þeirra sakaði. Vitni sem Svenska Dag­bla­det ræddi við seg­ist hafa séð ræn­ingja fyr­ir utan bank­ann með vél­byssu.

Þó að bank­inn hafi ekki verið verið op­inn voru eigi að síður tveir viðskipta­vin­ir stadd­ir inni í hon­um þegar ránið var framið.

Sænska lög­regl­an hef­ur lýst eft­ir rauðum Volvo 850 sem grun­ur leik­ur á að ræn­ingjarn­ir noti á flótt­an­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert