Fjölmargir ísraelskir skriðdrekar og jarðýtur fóru inn á Gaza-svæðið í morgun og skiptust á skotum við herskáa Palestínumenn. Um tíu skriðdrekar fóru um einn kílómetra inn á Gaza vestan við Bureiji flóttamannabúðirnar.
Ísraelski herinn hefur staðfest við AFP fréttastofuna að herinn væri með aðgerðir á Gaza og hefði lent í átökum.
Þessi átök koma í kjölfarið á árásum ísraelska flughersins á suðurhluta Gaza í gærkvöldi er tveir herskáir Hamas-liðar féllu og tveim dögum eftir að herskáir Hamas-liðar stóðu fyrir árás yfir landamærin þar sem tveir Ísraelsmenn féllu.