Kyndilhlaupi lokið án áfalla

Stuðningsmenn málstaðs Tíbeta í Buenos Aires í dag.
Stuðningsmenn málstaðs Tíbeta í Buenos Aires í dag. Reuters

Hlaupi með Ólympíukyndilinn lauk í kvöld án áfalla í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu.  Hlaupið var með kyndilinn 13,8 kílómetra um borgina, en lögregla var stóð fyrir viðamikilli öryggisgæslu með meira en 2500 lögreglumenn að störfum.

Tveir mótmælendur reyndu að slökkva á eldinum með vatni þegar líða fór á hlaupið en lögregla stöðvaði þá áður en það tókst, en að öðru leyti var lítið um truflanir á ferðalagi kyndilsins, eins og var í London París og San Franscisco fyrr í vikunni.

Þúsundir komu saman á Plaza de Mayo torginu í miðborg Buenos Aires, til þess að fylgjast með hlaupinu.   Skömmu áður en hlaupið hófst kom til ryskinga á milli hóps stuðningsmanna Tíbeta og stuðningsmanna kínverskra stjórnvalda en lögregla aðskildi hópana áður en til alvarlegra átaka kom.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert