Ný vitni

Engla Juncosa-Höglund.
Engla Juncosa-Höglund.

Sænska lög­regl­an fór í gær fram á fram­leng­ingu á varðhaldi 42 ára manns sem er grunaður um að hafa rænt hinni 10 ára Englu Högl­un í Stjärnsund norðan við Hedemora um síðustu helgi. Yf­ir­heyrsl­ur standa nú yfir.

Sam­kvæmt frétta­vef Dagens Nyheter lagði lög­regl­an fram ný sönn­un­ar­göng í mál­inu til að fá varðhald­inu fram­lengt.

Fleiri vitni hafa gefið sig fram og segj­ast hafa séð mann­inn í Stjärnsund mörg­um upp á síðkastið en það stang­ast á við vitn­is­b­urð hins grunaða.

Að auki hef­ur fund­ist barnaklám á tölvu hins grunaða.

Leit­ar­hóp­ar eru enn við störf og leita að stúlk­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert