Sænska lögreglan fór í gær fram á framlengingu á varðhaldi 42 ára manns sem er grunaður um að hafa rænt hinni 10 ára Englu Höglun í Stjärnsund norðan við Hedemora um síðustu helgi. Yfirheyrslur standa nú yfir.
Samkvæmt fréttavef Dagens Nyheter lagði lögreglan fram ný sönnunargöng í málinu til að fá varðhaldinu framlengt.
Fleiri vitni hafa gefið sig fram og segjast hafa séð manninn í Stjärnsund mörgum upp á síðkastið en það stangast á við vitnisburð hins grunaða.
Að auki hefur fundist barnaklám á tölvu hins grunaða.
Leitarhópar eru enn við störf og leita að stúlkunni.