Barist í Bagdad

00:00
00:00

Örygg­is­sveit­ir skutu að minnsta kosti þrett­án upp­reisn­ar­menn til bana í átök­um sem brut­ust út í höfuðborg Íraks, Bagdad, í nótt, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Banda­ríkja­her. Heim­ild­um ber þó ekki sam­an því vitni segja að meðal hinna látnu hafi verið tvö börn með for­eldr­um sín­um.

Átök­in brut­ust út í sjíta hverf­inu Sadr City en liðsmenn sjítaklerks­ins Moqtada al-Sadr ráða lög­um og ráðum í hverf­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá hern­um eru þeir sem féllu all­ir upp­reisn­ar­menn. 

Hins veg­ar sýndi íbúi í hverf­inu ljós­mynd­ara AFP frétta­stof­unn­ar hús sem hafði orðið fyr­ir skotárás her­manna. Að sögn ná­granna íbúa húss­ins lét­ust tvö ung börn og for­eldr­ar þeirra í árás­inni. Fimm aðrir í fjöl­skyld­unni særðust.  

Alls hafa um átta hundruð lát­ist frá því átök­in hóf­ust í lok mars er ör­ygg­is­sveit­ir al-Maliki for­sæt­is­ráðherra hófu árás­ir á sveit­ir sjíta í Basra. Fylgj­end­ur al-Sadr hafa ásakað yf­ir­völd um að reyna að veikja hreyf­ing­una fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í haust.

Átök­in breidd­ust út og hafa staðið yfir í Bagdad, Basra og öðrum borg­um í suður­hluta lands­ins.

Íbúi í Sadr-hverfinu horfir yfir húsið sem hann átti heima …
Íbúi í Sadr-hverf­inu horf­ir yfir húsið sem hann átti heima í Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert