Forsætisráðherrann á Haíti rekinn frá völdum

Meirihluti þingmanna á Haíti  greiddi atkvæði með því í dag að forsætisráðherra landsins, Jacques Edouard Alexis, verði vísað frá völdum. Með þessu vonast þingmenn til þess að hægt verði að minnka óróann í landinu vegna þess hve hátt verð er á matvælum. 

Segja þingmenn að Alexis hafi verið vikið frá þar sem hann hafi ekkert gert til þess að auka matvælaframleiðslu á Haíti . Eins hafi hann neitað að ákveða tímasetningu brottflutnings friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Forseti Haíti, Rene Preval, sem fyrr í dag tilkynnti um 15% verðlækkun á hrísgrjónum, segir að hann muni tilnefna nýjan forsætisráðherra innan skamms. 

Undanfarna daga hafa óeirðir ítrekað brotist út vegna verðlags á matvælum á Haíti , þar sem stór hluti þjóðarinnar lifir á minna en tveimur Bandaríkjadölum á dag og langvinnt hungur að verða þeim hópi óbærilegt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert