Þegar Danir hjúfra sig við notalegan arineld hleypa þeir efnum út í loftið sem eiga þátt í jafnmörgum dauðsföllum og óbeinar reykingar. Samgönguráðuneyti landsins áætlar að 3.400 manns látist fyrr en ella vegna óhreininda í lofti, en þar eiga 600.000 eldstæði stóran hlut að máli. Leggur umhverfisráðið til að síur séu settar á skorsteina til að vinna gegn vandanum.