Óperuhúsið vígt í Ósló

Norsku konungshjónin við vígsluna á óperuhúsinu í kvöld.
Norsku konungshjónin við vígsluna á óperuhúsinu í kvöld. Reuters

Það er mikið um dýrðir í Ósló í kvöld þar sem nýtt óperu­hús er vígt af Har­aldi Nor­egs­kon­ungi. Meðal þeirra sem taka þátt í vígslu­at­höfn­inni eru for­seta­hjón­in, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, Dor­rit Moussai­eff. Kansl­ari Þýska­lands, Ang­ela Merkel, Mar­grét Dana­drottn­ing og for­seti Finn­lands, Tar­ja Halon­en.

Óperu­húsið hannaði arki­tekta­stof­an Snöhetta og þykir það afar fag­ur­lega hannað og glæsi­legt í alla staði og kostaði það 4,1 millj­arð norskra króna, tæpa sex­tíu millj­arða ís­lenskra króna.

Um 1.300 gest­um var boðið til vígslunn­ar en þar verða flutt lög úr ýms­um óper­um sem og önn­ur tónlist verður flutt og dans­verk. Íslensk­ur dans­ari er meðal þeirra sem dansa á sviðinu í óperu­hús­inu í Ósló í kvöld. Kári Freyr Stef­áns­son ball­ett­d­ans­ari mun ásamt fé­lög­um sín­um í norska Þjóðarball­ett­in­um, Nasjonalball­etten. 60 dans­ar­ar eru í ball­ett­in­um og munu þeir all­ir dansa við at­höfn­ina.

Angela Merkel. kanslari Þýskalands og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs
Ang­ela Merkel. kansl­ari Þýska­lands og Jens Stolten­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs Reu­ters
Óperuhúsið í Ósló
Óperu­húsið í Ósló Reu­ters
Óperuhúsið í Ósló
Óperu­húsið í Ósló Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert