Óperuhúsið vígt í Ósló

Norsku konungshjónin við vígsluna á óperuhúsinu í kvöld.
Norsku konungshjónin við vígsluna á óperuhúsinu í kvöld. Reuters

Það er mikið um dýrðir í Ósló í kvöld þar sem nýtt óperuhús er vígt af Haraldi Noregskonungi. Meðal þeirra sem taka þátt í vígsluathöfninni eru forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, Margrét Danadrottning og forseti Finnlands, Tarja Halonen.

Óperuhúsið hannaði arkitektastofan Snöhetta og þykir það afar fagurlega hannað og glæsilegt í alla staði og kostaði það 4,1 milljarð norskra króna, tæpa sextíu milljarða íslenskra króna.

Um 1.300 gestum var boðið til vígslunnar en þar verða flutt lög úr ýmsum óperum sem og önnur tónlist verður flutt og dansverk. Íslenskur dansari er meðal þeirra sem dansa á sviðinu í óperuhúsinu í Ósló í kvöld. Kári Freyr Stefánsson ballettdansari mun ásamt félögum sínum í norska Þjóðarballettinum, Nasjonalballetten. 60 dansarar eru í ballettinum og munu þeir allir dansa við athöfnina.

Angela Merkel. kanslari Þýskalands og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs
Angela Merkel. kanslari Þýskalands og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs Reuters
Óperuhúsið í Ósló
Óperuhúsið í Ósló Reuters
Óperuhúsið í Ósló
Óperuhúsið í Ósló Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert