Segja stjórnarher hafa náð yfirráðum í Simbabve

Frá Zimbabwe
Frá Zimbabwe Reuters

Stjórnarandstaðan í Simbabve segir stjórnarher landsins hafa náð völdum í landinu og hvatti leiðtoga sunnanverðra Afríkuríkja til þess að binda endir á einræði forsetans, Roberts Mugabe. 

„Herinn hefur náð yfirráðum og valdarán á stjórnarskipulagi hefur átt sér stað, því er þess fundur í dag mjög mikilvægur," sagði Tendai Biti, talsmaður stjórnarandstöðunnar við blaðamenn í Lusaka í Sambíu í morgun.

Leiðtogar fjórtán sunnanverðra Afríkuríkja munu funda í dag og ræða stöðu mála í Simbabve, í kjölfar forsetakosninga þar í landi í lok mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert