Forseti Kína, Hu Jintao og Vincent Siew, varaforsetaefni Taiwan, áttu sögulegan fund á Hainan eyju í Kína í dag. Fram kemur á fréttavef BBC að fundurinn sé táknrænn fyrir vilja yfirvalda til þess að bæta samskipti landannna, sem hafa farið versnandi síðustu ár.
Fundur jafn valdamikilla manna í Kína og Taiwan hefur ekki verið haldinn frá því að Taiwan sleit sig frá Kína í borgarastríðinu árið 1949.
Fundur Jintao og Siew var stuttur en þeir ræddu m.a um að styrkja efnahagsleg tengsl á milli Kína og Taiwan. Fundurinn var haldinn á sama tíma og viðskiptaráðstefna var haldin á Hainan eyju.