Sprengja sprakk í Rioja á Spáni

Jose Luis Rodriguez Zapatero sór embættiseið í viðurvist Juan Carlos, …
Jose Luis Rodriguez Zapatero sór embættiseið í viðurvist Juan Carlos, konungs og Sofiu drottningar. Reuters

Ný ríkisstjórn undir forsvari Jose Luis Rodriguez Zapatero tók við völdum á Spáni í dag. Ef forsætisráðherraembættið er undanskilið er meirihluti ráðherra konur og hefur það aldrei gerst áður í sögu Spánar. Annars er jafnt á með kynjunum.

Eitt erfiðasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður baráttan við aðskilnaðarsamtök Baska, ETA. Í dag sprakk lítil sprengja í Rioja-héraði á Norður-Spáni og lögregla fann aðra sprengju, áður en hún sprakk, í nágrenninu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað til þess að nokkur hafi særst er sprengjan sprakk.

Er þetta annað kjörtímabilið sem Zapatero, leiðtogi Sósíalistaflokksins, gegnir embætti forsætisráðherra. Meðal ráðherra í ríkisstjórn hans nú er Carme Chacon en hún var einnig í síðustu ríkisstjórn. En nú sem fyrsti kvenkyns varnarmálaráðherra Spánar. Alls skipa konur níu ráðherraembætti og karlar átta auk forsætisráðherrans.  Meðal nýrra ráðherra er Bibiana Aido, innanríkis- og viðskiptaráðherra, en hún er yngsta manneskjan sem hefur gegnt ráðherraembætti á Spáni, 31 árs.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert