Ellefu eru látnir og 191 særður eftir öfluga sprengingu í mosku í borginni Shiraz í suðurhluta Írans í gærkvöld. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni en samkvæmt ríkisfréttastofu Írans er útilokað að um hryðjuverk sé að ræða. Hins vegar segir utanríkisráðherra Írans, Mohammad Ali Hosseini, að enginn hafi lýst yfir ábyrgð á sprengingunni.
Í samtali við ríkisfréttastofuna IRNA segir lögreglustjórinn í Fars héraði, Ali Moayyedi, að mögulega hafi sprengingin orðið vegna sprengiefnaleifa sem urðu eftir í moskunni að aflokinni vopnasýningu þar nýverið.
Sprengingin var gríðarlega öflug og skulfu hús í meira en rúmlega kílómeters fjarlægð frá moskunni.