Atkvæði úr kosningum verði endurtalin í Simbabve

Frá Zimbabwe
Frá Zimbabwe Reuters

Kjörstjórn í Simbabve hefur fyrirskipað að atkvæði úr 23 umdæmum verði endurtalin.  Kosningar voru haldnar í Simbabve þann 29. mars, en úrslit kosninganna hafa ekki ennþá verið gerð kunn.  Endurtalningin mun fara fram á laugardaginn, að sögn ríkisrekinna fjölmiðla.

Stærsti flokkur stjórnarandstöðunnar, MDC, sem segist hafa unnið kosningarnar, hefur sakað ríkistjórn Simbabve um að ógna og beita valdi gegn íbúum.  Talsmaður stjórnarhers Simbabve, segir hins vegar að hervaldi muni ekki verða beitt. 

Að sögn formanns kjörstjórnar, þá telur stjórnarflokkurinn Zanu-PF að endurtelja verði kjörseðla úr 22 umdæmum.  Flokkur stjórnarandstöðunnar, MDC, véfengir aftur á móti úrslit úr einu umdæmi og segist ekki munu sætta sig við úrslit kosninganna sem verða byggð á endurtalningu atkvæða.
  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert