Breskur sjónvarpskynnir fannst látinn

Breski sjón­varp­s­kynn­ir­inn Mark Speig­ht fannst lát­inn á Padd­ingt­on lest­ar­stöðinni í London í morg­un.  Að sögn breskr­ar lög­reglu hafði Mark verið saknað í nokkra daga, en hann fannst á af­skekkt­um stað á stöðinni um tíu­leytið í morg­un.  Fram kem­ur á frétta­vef BBC að lög­regla rann­sak­ar nú and­lát Marks en hef­ur staðfest að Mark varð ekki fyr­ir lest.

Speig­ht, sem var 42 ára, hvarf síðastliðinn mánu­dag, þrem mánuðum eft­ir að kær­asta hans fannst lát­in í baði í íbúð þeirra.  Þau höfðu bæði neytt kókaíns, svefntaflna, og áfeng­is kvöldið áður en hún lést. 

Speig­ht var kynn­ir í barnaþætt­in­um SMart sem sýnd­ur var á sjón­varps­stöðinni BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert