Gleypti 63 smokka með eiturlyfjum

00:00
00:00

Ástr­alsk­ur maður ligg­ur þungt hald­inn á sjúkra­húsi í Taílandi eft­ir að lækn­ar fundu 63 smokka fulla af hassi í maga hans.  Um 800 grömm af hassi höfðu verið inn­pökkuð í 63 smokka, en þrír höfðu sprungið inni í maga manns­ins. 

John Paul Jo­nes, sem er 51 árs, var flutt­ur á sjúkra­hús eft­ir að hann kvartaði und­an mikl­um maga­verkj­um.  Þar tóku lækn­ar rönt­gen­mynd­ir af hon­um og í ljós kom að hann hafði gleypt smokk­ana.  Skurðaðgerð var gerð á mann­in­um til þess að fjar­lægja eit­ur­lyf­in og tók hún tvo tíma. Jo­nes er þungt hald­inn og á erfitt með and­ar­drátt.

John á yfir höfði sér ákæru fyr­ir eit­ur­lyfja­smygl í Taílandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert