Ástralskur maður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Taílandi eftir að læknar fundu 63 smokka fulla af hassi í maga hans. Um 800 grömm af hassi höfðu verið innpökkuð í 63 smokka, en þrír höfðu sprungið inni í maga mannsins.
John Paul Jones, sem er 51 árs, var fluttur á sjúkrahús eftir að hann kvartaði undan miklum magaverkjum. Þar tóku læknar röntgenmyndir af honum og í ljós kom að hann hafði gleypt smokkana. Skurðaðgerð var gerð á manninum til þess að fjarlægja eiturlyfin og tók hún tvo tíma. Jones er þungt haldinn og á erfitt með andardrátt.
John á yfir höfði sér ákæru fyrir eiturlyfjasmygl í Taílandi.