Ólympíueldurinn í Tansaníu

Ferðalag ólympíukyndilsins fór friðsamlega fram í Tansaníu í dag, en hlaupið var styttra en fyrirhugað var.  Hlaupið var með kyndillinn um fimm kílómetra í miklu úrhelli í borginni Dar es Salaam.  Tansanía er eina landið í Afríku sem tekur á móti ólympíukyndlinum.  Nóbelsverðlaunahafinn, Wangari Maathai, var með áform um að taka þátt í hlaupinu en hætti við á síðustu stundu, vegna ástandsins í Tíbet.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert