200 milljóna dala aðstoð

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington. AP

Hvíta húsið tilkynnti í dag að Bandaríkin muni leggja 200 milljónir dollara af mörkum til neyðaraðstoðar vegna vaxandi matvælaskorts í mörgum löndum heims.  Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að með þessum aðgerðum sé verið að bæta við fjárhagslegri aðstoð, til þess að bregðast við hækkun á matvælaverði, og neyð sem skapast hafi vegna þess í Afríku og víðar.

Í gær hvatti Robert Zoellick, yfirmaður Alþjóðabankans, stjórnvöld heimsins til að grípa til aðgerða strax, vegna hækkunar á t.d korni og hrísgrjónum.  Sagði Zoellick að hátt matvælaverð hafi valdið hungursneyð og ofbeldisverkum í nokkrum löndum að undanförnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert